Körfubolti

LeBron í sögubækurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/GEtty

Cleveland er enn ósigrað á heimavelli í NBA-deildinni er liðið vann í nótt sigur á Orlando, 117-103. Kevin Love var stigahæstur í liði Cleveland með 34 stig.

LeBron James var með fimmtán stig og þrettán stoðsendingar og komst með því í 25. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann er alls kominn með 6395 stoðsendingar.

Með þessu komst hann í hóp með Oscar Robertson en báðir eru nú þeir einu sem eru meðal efstu 25 manna í bæði stiga- og stoðsendingafjölda frá upphafi. Robertson endaði með 26.710 stig og er í ellefta sæti á listanum en James er með 25.259 stig í nítjánda sæti. Líklegt er að James taki fram úr Robertson í báðum tölfræðiþáttum áður en hann hættir.

Oklahoma City vann Utah, 111-89. Kevin Durant var með 27 stig og sex fráköst en hann hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Hann nýtti tíu af þrettán skotum sínum.

Russell Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu en hann var með 20 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar. Það hefði verið hans þriðja þrenna í vetur.

Miami vann New York, 98-78, þar sem Dwayne Wade og Chris Bosh voru með sextán stig hvor. Nýliðinn Kristaps Porzingis átt enn og aftur góðan leik en hann var með 20 stig og fjórtán fráköst.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Sacramento 127-122

Cleveland - Orlando 117-103

Miami - New York 95-78

Milwaukee - Detroit 109-88

Minnesota - Philadelphia 100-95

San Antonio - Phoenix 98-84

Utah - Oklahoma City 89-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×