Erlent

Le Pen vill neita börnum ólöglegra innflytjenda um skólapláss

Anton Egilsson skrifar
Marine Le Pen
Marine Le Pen
Marine Le Pen, leiðtogi Front National flokksins í Frakklandi, lagð það til í ræðu sem hún hélt í París í dag að börnum ólöglegra innflytjenda í landinu yrði neitað um skólapláss.

„Ég hef ekkert á móti útlendingum en ég segi við þá: Ef þið komið inn í landið okkar þá skuluð þið ekki búast við að það verði hugsað um ykkur og að börnin ykkar fái ókeypis menntun.“ Sagði Le Pen.

„Sá tími er liðinn, leiktíminn er liðinn“ bætti hún jafnframt við.

Frá því Marine Le Pen tók við forystu Front National árið 2011 hefur flokkurinn sótt í sig veðrið en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 náði hann sögulegu kjöri, en sigurinn var í samræmi við uppgang þjóðernissinnaðra flokka víða í Evrópu. Meðal helstu stefnumála Front National er strangari innflytjendalöggjöf, þyngri refsingar og verndunarstefna í fjármálum.

Le Pen bauð sig fram í síðustu forsetakosningum í Frakklandi en þá bar Francois Hollande sigur úr býtum. Hlaut hún 17,9 prósent atkvæða í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×