Erlent

Le Pen hent út úr Front National

Atli Ísleifsson skrifar
Jean-Marie og Marine Le Pen.
Jean-Marie og Marine Le Pen. Vísir/AFP
Jean-Marie Le Pen, stofnanda franska þjóðernisflokksins Front National, hefur verið vikið úr flokknum. Talsmaður flokksins greindi frá þessu nú síðdegis.

Le Pen mætti óboðinn á 1. maí fögnuð flokksins þar mótmælendur trufluðu formann flokksins og dóttur Le Pen, Marine Le Pen, þegar hún hélt ræðu sína.

Marine hefur áður greint frá því að hún vilji ekki að faðir hennar tali fyrir hönd flokksins.

Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×