Körfubolti

LaVar Ball lét skipta um dómara sem gaf honum tæknivillu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LaVar Ball er duglegur að koma sér í fréttirnar.
LaVar Ball er duglegur að koma sér í fréttirnar. vísir/getty
Athyglissjúki körfuboltapabbinn, LaVar Ball, heldur áfram að koma sér í fréttirnar.

Þessi 48 ára kjaftaksur hótaði því í gær að taka lið sitt af velli í æfingaleik vegna óánægju með dómgæsluna.

Ball var sérstaklega ósáttur með kvenkyns dómara sem gaf honum tæknivillu og krafðist þess að henni yrði skipt út.

Mótshaldarar urðu við þessari ósk Balls sem telur að umræddur dómari hafi eitthvað á móti sér.

Ball var þó ekki hættur og fékk aðra tæknivillu seinna í leiknum og var rekinn út úr húsi. Leikurinn var jafnframt blásinn af í stöðunni 53-43 fyrir lið Balls.

Sonur Balls, Lonzo Ball, var valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar. Hætt er við því að sá gamli láti eitthvað í sér heyra þegar tímabilið í NBA hefst.

NBA

Tengdar fréttir

Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn

NBA-goðsögnin Charles Barkley og gráðugasti körfuboltapabbinn í Bandaríkjunum halda áfram að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum en nú síðast gekk Barkley einu skrefi lengra.

Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá

LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×