Erlent

Lausir úr tíu mánaða haldi mannræningja

vísir/afp
Fjórir franskir fjölmiðlamenn sem var rænt og haldið föngum í 10 mánuði í Sýrlandi komu aftur til Frakklands í morgun. Þeim var haldið föngum í bæ skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tveir hryðjuverkahópar eru grunaðir um aðild að málinu.

Francois Hollande forseti Frakklands tók á móti fjölmiðlamönnunum við heimkomuna á herflugvelli skammt frá París í morgun. Hann sagði komu þeirra heim vera stund gleði og stolts fyrir franska þjóð.

Samningaviðræður stóðu yfir vikum saman en ekki er vitað hvort frönsk yfirvöld hafi greitt hryðjuverkahópum fyrir lausn fjölmiðlamannanna.

vísir/afp
vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×