Innlent

Eldur kom upp á Stúdentagörðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á ellefta tímanum í kvöld eftir að íbúar á stúdentagarði við Eggertsgötu tilkynntu um lausan eld undir svölum á fyrstu hæð.

Ekki var um mikinn eld að ræða og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Við fyrstu sýn virðist sem að eldur hafi kviknað í blöðum undir svölunum á jarðhæð.

Uppfært klukkan 22:58

Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang og slökktu eldinn um leið. Lítil hætta var á ferðum en kviknað hafði í pappírsrusli undir svölunum. Er talið að annaðhvort hafi kviknað í út frá sígarettu eða að um íkveikju hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×