Viðskipti innlent

Launavísitala hækkar í júlí

Bjarki Ármannsson skrifar
Vísitala kaupmáttar launa hefur hækkað um 3,5 prósent síðasta árið.
Vísitala kaupmáttar launa hefur hækkað um 3,5 prósent síðasta árið. Vísir/Vilhelm
Launavísitala í síðasta mánuði mældist 484,7 stig og hækkaði um 0,4 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur lækkað um 5,9 prósent undanfarna tólf mánuði.

Á vef Hagstofunnar segir að í launavísitölu júní gæti áhrifa kjarasamninga fjármála- og efnahagsráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög opinberra starfsmanna á árinu.

Vísitala kaupmáttar launa í júlí er 117,8 stig og hækkaði um 0,6 prósent. Hún hefur hækkað um 3,5 prósent síðasta árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×