Viðskipti innlent

Launahækkun bankaráðsmanna Landsbankans samþykkt

Haraldur Guðmundsson skrifar
Aðalfundur Landsbankans var haldinn í gær.
Aðalfundur Landsbankans var haldinn í gær.
Aðalfundur Landsbankans samþykkti í gær að hækka laun Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs Landsbankans, úr 600 þúsund krónum á mánuði í 700. Laun hinna bankaráðsmannanna sex hækka úr 350 þúsund krónum í 400 þúsund og varaformaðurinn fær nú 500 þúsund á mánuði fyrir sín störf.  

RÚV greindi fyrst frá. Í frétt ríkisfjölmiðilsins er bent á að bankaráðsmenn fá einnig viðbótarþóknun fyrir setu í undirnefndum ráðsins. Þannig fái Helga Björk nú allt að 925 þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín fyrir Landsbankann.

Tillaga verður gerð um sömu laun fyrir stjórnarmenn Íslandsbanka á aðalfundi hans í dag. Bankarnir tveir eru báðir í eigu íslenska ríkisins og Bankasýsla ríkisins lagði tillögurnar um hækkanir á þóknun bankaráðsmannanna fyrir aðalfundina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×