Viðskipti innlent

Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Heldur dregur nú í sundur með stjórnendum fyrirtæka og öðru launafólki í landinu.
Heldur dregur nú í sundur með stjórnendum fyrirtæka og öðru launafólki í landinu. Vísir/Daníel
Bil milli launa stjórnenda og almenns launafólks á íslenskum vinnumarkaði hefur aukist frá árinu 2006. Þá námu mánaðarlaun iðnaðarmanna, verka- og skrifstofufólks og fólks sem vann við sölu- og afgreiðslustörf að jafnaði 326 þúsund krónum, en laun stjórnenda 720 þúsundum.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru mánaðarlaun sömu hópa á síðasta ári að jafnaði komin í 460 þúsund krónur hjá þeim fyrrnefndu og rúma milljón hjá stjórnendum. Munurinn á launum hópanna fór úr 394 þúsundum króna á mánuði í 574 þúsund, eða úr 120,9 prósenta mun í 124,8 prósenta mun.

Laun stjórnenda tóku kipp á síðasta ári og hækkuðu mun meira en önnur laun, bæði að því er má lesa úr opinberum tölum og samantekt tekjublaða.

Í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér í gær segir að ljóst sé að umtalsvert launaskrið hafi orðið hjá stjórnendum á síðasta ári og þær hækkanir valdi áhyggjum.


Tengdar fréttir

Laun stjórnenda hækka um 40 prósent

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent.

Verulegar launahækkanir í samfélaginu

Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×