Enski boltinn

Laun Lingard þrefölduð í nýjum samningi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jesse Lingard á nú fyrir gæða salti í grautinn.
Jesse Lingard á nú fyrir gæða salti í grautinn. vísir/getty
Jesse Lingaard, leikmaður Manchester United, er búinn að samþykkja nýjan hálfs sfjögurra ára samning sem félagið bauð honum og verður hann því samningsbundinn United til sumars 2021.

Lingard hækkar verulega í launum en samkvæmt frétt The Sun fær vængmaðurinn 95.000 pund í vikulaun eftir að hann skrifar undir nýja samninginn. Hann verður svo hægt að framlengja um eitt ár komi til þess.

Lingaard var með 30.000 pund á viku og bauðst United fyrst til að tvöfalda þá upphæð en eftir samningaviðræður við þá sem sjá um málefni Lingard enduðu með því að félagið ríflega þrefaldaði vikulauns leikmannsins.

Jesse Lingard verður 25 ára gamall í lok ársins en hann kom átta ára til Manchester United og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í ágúst 2014. Hann á að baki 37 leiki og fjögur mörk fyrir United í öllum keppnum.

Hann tryggði liðinu sigur í enska bikarnum á síðasta tímabili með marki í framlengingu á móti Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×