Viðskipti innlent

Laun hækkuðu um 1,3 prósent milli ársfjórðunga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali.
Árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali. visir/anton
Regluleg laun voru að meðaltali 1,3% hærri á fjórða ársfjórðungi 2014 en á ársfjórðungnum á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali, hækkunin var 6,0% á almennum vinnumarkaði og 8,4% hjá opinberum starfsmönnum.

Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 6,8% og laun starfsmanna sveitarfélaga um 10,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×