Innlent

Laun bænda fyrir hverja kind verða um 2.500 krónur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Laun bænda fyrir hverja kind verður um 2.500 krónur á hverja kind og lækka um 53 prósent
Laun bænda fyrir hverja kind verður um 2.500 krónur á hverja kind og lækka um 53 prósent Vísir/Vilhelm
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, setti sig í samband við alþingismenn í dag vegna aðstæðna íslenskra sauðfjárbænda. Fyrirhugaðar eru afurðarverðlækkanir í haust.

Í bréfi til alþingismanna vitnar Oddný í minnisblað Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML, þar sem fram kemur að þriðjungs lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda verði til þess að framlegð af meðalkind lækkar um 4.130 krónur frá árinu áður. Það þýðir að 1.859 milljónir króna muni tapast í heild sinni. Skýrsla RML var unnin upp úr gögnum 1.200 sauðfjárbúa sem og rekstrargögnum 44 búa.



Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Vitnað er til þess að afkoma í fyrra var jákvæð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta eða um 1.180 krónur en miðað við ástandið núna verður afkoman neikvæð um 3.250 krónur á hvera kind í ár miðað við fyrirhugaða 35 prósenta afurðaverðlækkun. Oddný tekur fram að þetta þýði að afkoma greinarinnar í heild verði neikvæð um 1.859 milljónir króna árið 2017.

Þá kemur fram að eini möguleiki bænda sé að lækka laun sín og búast þeir við um 56 prósenta launalækkun. Laun fyrir hverja kind verði því um 2.500 krónur á hverja kind.

Bent er á að launalækkunin sé þó í raun meiri þegar tekið er tillit til afskrifa, fjármagnsliða og skatta. Þetta gæti leitt til fjöldagjaldþrots og byggðaröskun í kjölfarið.

Nefnt er að birgðir við upphaf sláturtíðar verði 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt sé. Talið er að áhrif viðskiptadeilu Vesturlanda og Rússa hafi haft áhrif á þetta sem og lokun Noregsmarkaðar sem áður tók við um 600 tonnum. Þá spili hátt gengi krónunnar einnig inn í.

Í bréfinu er það nefnt að bændur hafi ítrekað bent á alvarleika málsins. Hins vegar hafi viðræður við stjórnvöld um bráðaaðgerðir litlu skilað.  

Hvatt er til þess að Alþingi og Landssamtök bænda taki höndum saman og bregðist við vandanum án tafar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×