Handbolti

Lauge: Úrslitin önnur ef Aron hefði verið með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Rasmus Lauge og Aron Pálmarsson.
Rasmus Lauge og Aron Pálmarsson. Vísir/Getty
Rasmus Lauge, leikstjórnandi danska landsliðsins, vonast til að Aron Pálmarsson hljóti skjótan bata eftir höfuðmeiðslin sem hann varð fyrir á HM í Katar.

Aron fékk heilahristing eftir höfuðhögg sem hann fékk í leik Íslands og Tékklands í keppninni. Líklegt er talið að hann hafi verið veikur fyrir eftir að hafa orðið fyrir árás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs.

„Ég hef ekki heyrt í honum eftir leikinn gegn Tékkum en auðvitað hef ég áhyggjur af svona löguðu,“ sagði Lauge sem var í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Hann er samherji Arons hjá þýska meistaraliðinu Kiel.

„Hann fær núna tíma til að hvíla sig sem er gott fyrir meiðsli af þessum toga. En ég vona bara það besta. Ég skrifaði honum eftir árásina á Íslandi og var ánægður þegar í ljós kom að hann gat spilað með Íslandi á HM.“

Lauge segir ljóst að Ísland hafi saknað Arons í leiknum gegn Dönum í 16-liða úrslitum keppninnar í fyrradag.

„Það var erfitt fyrir Ísland að vera án svo mikilvægs leikmanns og trúi að úrslit leiksins hefðu verið önnur hefði hann spilað.“


Tengdar fréttir

Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons

Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×