Lífið

Laugardagur í Eyjum: Fjallið, Ásdís María og allir hinir í bongóblíðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veðrið hefur leikið við gesti þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag og hefur það einungis orðið til þess að ýta undir stemninguna í Heimaey, sem að sögn viðstaddra er hreint út sagt „einstök.“

Það er ekki einungis í Herjólfsdal þar sem stuðið ríkir heldur má heyra tónlist berast úr hverju einasta húsi og margt fólk á ferli í blíðskaparviðrinu.

Hér að ofan má sjá myndir af því þegar þjóðhátíðargestir sleiktu sólina við undirleik tríós Margeirs Ingólfssonar, Ásdísar Maríu Viðarsdóttur og Ingó Veðurguðs.

Tónlistarunnendurnir voru ekki af verri endanum en í hópi þeirra voru meðal annars söngfuglarnir Friðrik Dór og Ágúst Bent sem og sjálft Fjallið sem gaf Heimakletti ekkert eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×