Viðskipti innlent

Laugarásvídeó lokað vegna „markaðsástæðna“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Myndbandaleigunni verður lokað um áramótin.
Myndbandaleigunni verður lokað um áramótin. vísir/stefán
Laugarásvídeói verður lokað um áramótin. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í hartnær þrjátíu ár en dyrum þess verður lokað í ljósi markaðsástæðna og aldurs eiganda leigunnar, Gunnars Jósefssonar, að því er segir á Facebook.

Þar segir jafnframt að fram að áramótum verði hægt að kaupa af leigunni staka DVD-diska á 600 krónur og Blu-ray diska á 1.200 krónur.

Rekstur myndbandaleiga hefur verið afar erfiður undanfarin ár, meðal annars vegna leigu í gegnum myndlykla Símans og Vodafone. Myndbandaleigur virðast því vera að líða undir lok.

Nú er svo komið við sögu að í ljósi bæði markaðsaðstæðna og þeirrar staðreyndar að eigandinn er kominn á aldur, þá...

Posted by Laugarásvideo on 24. nóvember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×