Fótbolti

Lauflétt hjá Real gegn Basel

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Bale á sprettinum í Madrid í kvöld.
Gareth Bale á sprettinum í Madrid í kvöld. vísir/getty
Real Madrid átti ekki í teljandi vandræðum með að valta yfir svissneska liðið Basel í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fjórtán mínútna leik og þá opnuðust allar flóðgáttir fyrir spænska risann.

Gareth Bale kom Real í 2-0 á 30. mínútu og aðeins einni mínútu síðar skoraði Cristiano Ronaldo, 3-0. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez bætti við fjórða markinu áður en Alejandro Domínguez minnkaði muninn fyrir gestina, 4-1.

Real róaði sig í seinni hálfleik og skoraði aðeins eitt mark, en það gerði Frakkinn Karim Benzema á 80. mínútu. Lokatölur, 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×