Fótbolti

Lauflétt hjá Madrídingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Isco skoraði tvö mörk.
Isco skoraði tvö mörk. Vísir/Getty
Real Madrid átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Granada að velli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 5-0, Real Madrid í vil.

Madrídingar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik en eftir 31 mínútu var staðan orðin 4-0. Isco skoraði tvívegis og Karim Benzema og Cristiano Ronaldo sitt markið hvor.

Real Madrid tók fótinn af bensíngjöfinni í seinni hálfleik og lét eitt mark duga. Það gerði Casemiro á 58. mínútu.

Með sigrinum náði Real Madrid sex stiga forskoti á Barcelona á toppi deildarinnar. Bæði lið hafa leikið 16 leiki.

Það er ekki hægt að segja annað en að Madrídingar komi vel undan jólunum en þeir unnu 3-0 sigur á Sevilla í spænsku bikarkeppninni á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×