Innlent

Laufey Heiða valinn rauðhærðasti Íslendingurinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Þáttakendur á Akratorgi í dag. Laufey Heiða er fyrir miðju, sigri hrósandi.
Þáttakendur á Akratorgi í dag. Laufey Heiða er fyrir miðju, sigri hrósandi.
Hin sautján ára Laufey Heiða Reynisdóttir hlaut í dag nafnbótina Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2015 á Írskum dögum á Akranesi. Hún fær að launum ferð til Írlands með Gaman ferðum.

Laufey Heiða býr á Hólmavík og gerði sér ferð á Skagann til að taka þátt í keppninni. Við tækifærið var efnilegasti rauðhærði Íslendingurinn valinn, en stúlka að nafni Vigdís Birna hlaut þann titil ásamt tíu þúsund króna gjafabréfi frá Íslandsbanka.

Alls voru 29 keppendur skráðir til leiks, allir fallega rauðhærðir líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×