Erlent

Látlausar árásir á bænahús í Frakklandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á moskur í Frakklandi frá því að voðaverkin voru framin þar í landi í síðustu viku. Íkveikjur og skemmdarverk eru algeng og að rituð séu á bænahúsin ýmis ljótyrði og hatursskilaboð með tilvísan til árásanna á Charlie Hebdo.

Síðasta föstudag var hræum villisvína fleygt fyrir utan mosku og ein helstu samtök múslima í Frakklandi. Á moskuna var svo ritað: „Arabana burt“.

Ákveðið var að herða eftirlit með bænahúsum eftir að kveikt var í mosku í Potiers á sunnudag. Þá ákvað forsætisráðherra Frakka í gær að senda tíu þúsund hermenn á götur landsins til að efla öryggi borgaranna og fimm þúsund lögreglumönnum falið að standa vörð um skóla gyðinga í landinu sem eru um 700 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×