Fótbolti

Láta hryðjuverkaógn ekki breyta EM 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjar höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir HM í fyrra.
Þjóðverjar höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir HM í fyrra. Vísir/Getty
Skipuleggjendur EM 2016 í Frakklandi hafa hug á að halda opnum svæðum fyrir stuðningsmenn, svokölluðu „Fan Zone“, á mótinu næsta sumar.

Algengt er að þeir knattspyrnuáhugamenn sem eiga ekki miða á leiki komi saman á opnum svæðum þar sem hægt er að horfa á leiki á risaskjám. Hins vegar eru stjórnvöld vör um sig eftir hryðjuverkin í París fyrr í mánuðinum.

„Fan Zone-svæðin munu færa frönsku þjóðinni og gestum okkar þau skilaboð að það er allt í góðu lagi,“ sagði Patrick Kanner, íþróttamálaráðherra Frakklands, vegn málsins.

Kollegi hans í Rússlandi, sem verður gestgjafi HM 2018, segir að öryggisaðgerðir verði hertar fyrir mótið og það eigi líka við um opin svæði fyrir almenning - bæði í Álfukeppninni árið 2017 og HM ári síðar.

Talið er að stærsta almenningssvæðið í Frakklandi verði á Champs de Mars í París og geti tekið á móti 120 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×