Viðskipti erlent

Last of Us og GTA V með flestar tilnefningar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
visir/AP
Tilkynnt hefur verið hvaða tölvuleikir hljóta tilnefningar til BAFTA tölvuleikjaverðlaunanna í ár.



Breska kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademían veitir þeim tölvuleikjum sem talið er hafa skarað fram úr á hverju ári verðlaun og hefur Bafta veitt verðlaunin árlega frá árinu 2003.

Samtals hlutu 43 leikir tilnefningu í 17 flokkum en verðlaunahátíðin fer fram 12. mars. Flestar tilnefningar hlutu leikirnir Last of Us og fimmti leikurinn í Grand Theft Auto leikjasyrpunni.

Ásamt Last of Us og GTA V eru fjórir aðrir leikir tilnefndir sem bestu leikir síðasta árs; Assassin‘s Creed: 4, Papers, please, Super Mario 3D World og Tearaway.



Allar tilnefningar til verðlaunanna má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×