Handbolti

Lasse Svan: Alltaf hörkuleikir þegar Íslendingar og Danir mætast

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði fjögur mörg í sigri Dana á Pólverjum í gær.  Hann segir þetta um leikinn við Íslendinga í 16 liða úrslitum á morgun:

Sjá einnig:Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni

„„Ég held að þetta verði erfiður leikur, liðin hafa oft mæst og ég held að úrslitin ráðist á litlum smáatriðum.  Ég þekki marga af íslensku strákunum og hef spilað með þeim.  Þeir þekkja okkur líka mjög vel. Þetta verður taktískur leikur.“

Íslendingar elska að mæta Dönum? „Já það er rétt. Þetta er nokkurs konar grannaslagur og þetta eru alltaf hörkuleikir þegar Íslendingar og Danir mætast. Þeir gefa allt í leikinn og það ætlum við einnig að gera. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Lasse Svan Hansen.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×