Fótbolti

Lars samdi við Svía út næsta ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lars með íslenska landsliðinu á EM.
Lars með íslenska landsliðinu á EM. vísir/getty
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, ætlar að hjálpa sínu heimalandi í komandi undankeppni.

Hann er búinn að semja við sænska knattspyrnusambandið til loka næsta árs.

Lagerbäck verður sérstakur ráðgjafi hjá landsliðsþjálfaranum, Janne Andersson, sem mætir til leiks með sænskt landslið án Zlatan Ibrahimovic sem er hættur að spila með landsliðinu.

„Samningurinn er út árið 2017 en við munum endurmeta stöðuna þá. Það er Janne sem stendur fyrir þessari ráðningu sem okkur líst vel á,“ sagði Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins.

Hinn 68 ára gamli Lagerbäck kemur auðvitað með mikla reynslu í sænska liðið. Hann var landsliðsþjálfari Svía frá árinu 2000 til 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×