Fótbolti

Lars Lagerbäck þjálfari ársins í Svíþjóð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck þakkaði fyrir sig í sumar.
Lars Lagerbäck þakkaði fyrir sig í sumar. vísir/epa
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var í kvöld valinn þjálfari ársins í Svíþjóð fyrir árangur sinn með Ísland á EM 2016 í Frakklandi en þar kom hann strákunum okkar í átta liða úrslitin ásamt Heimi Hallgrímssyni.

Lagerbäck tók við verðlaununum á stórri uppskeru hátíð sænsks íþróttalífs en í ræðu sinni reifaði hann upplifun síðasta sumars sem hann sagði vera frábæra. Hann minntist sérstaklega hversu góðar móttökurnar voru á Arnarhóli þegar íslenska liðið sneri heim.

Lagerbäck og Heimir töpuðu aðeins einum leik á EM 2016 en það var leikurinn í átta liða úrslitunum á móti Frakklandi. Ísland gerði tvö jafntefli í riðlinum á móti Ungverjalandi og Portúgal áður en það vann Austurríki og svo England í 16 liða úrslitunum.

Þessi 68 ára gamli Svíi tók við íslenska landsliðinu árið 2011 en hann hafði betur í baráttunni við þríþrautarþjálfarann Håkan Carlsson, golfþjálfarann Torstein Hansson og Piu Sundhage sem þjálfar sænska kvennalandsliðið í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×