Fótbolti

Lars: Kæmi mér verulega á óvart ef strákarnir sýna Heimi ekki virðingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson stendur nú einn eftir sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir að Lars Lagerbäck hætti sem meðþjálfari hans þegar Ísland féll úr leik á EM í Frakklandi.

Lagerbäck segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir Heimi að standa á eigin fótum þegar Ísland reynir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi.

„Ég hef ekki áhyggjur af honum eða hans vinnu. Það er þó vissulega erfitt að byrja aftur á núlli eftir að liðið náði jafn góðum árangri og það gerði í Frakklandi,“ sagði Lagerbäck í samtali við Vísi.

„Við höfum rætt um þetta og ég tel að hann hafi persónuleikann til að takast á við þetta. Það er að minnsta kosti mín skoðun.“

Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins muni ekki bera virðingu fyrir Heimi. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að þessir leikmenn [sem voru með í Frakklandi] sýna honum ekki virðingu.“

Fyrsta alvöru prófraunin á Heimi verður þó þegar Ísland þarf að glíma við erfitt tap.

„Maður veit aldrei hvernig viðbrögðin verða eftir tapleiki og ekki hægt að sjá fyrir hvað gerist. En við höfum áður unnið með að vera með of miklar væntingar í hópnum og það er hluti af starfi þjálfarans.“

„Ég hef ekki áhyggjur af Heimi. Hann er sterkur persónuleiki.“


Tengdar fréttir

KSÍ má ekki blása of mikið út

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar.

Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu

Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×