Fótbolti

Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm
Sama staða er uppi hjá Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, fyrir leikinn gegn Englandi í kvöld og var fyrir leikinn gegn Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar.

Þetta gæti nefnilega verið síðasti leikur Lars sem landsliðsþjálfari Íslands. Tapi strákarnir okkar og kveðji Evrópumóti verður þetta í síðasta sinn sem Lars verður annar af þjálfurum liðsins en Heimir Hallgrímsson tekur einn við eftir EM.

„Þetta er ekkert sem ég vil ræða of mikið,“ sagði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins á Riviera-vellinum í Nice í gær fyrir leikinn gegn Englandi sem hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma í kvöld.

„Ég nýt þess að vera með þessum strákum og væri til í að vera hérna með þeim í eina til tvær vikur til viðbótar. Það væri alveg frábært að geta verið hér áfram,“ sagði Lars.

„Ég vona að ég sé búinn að endurtaka mig nóg við strákana. Ég vil vera hér áfram næstu viku og vonandi vilja leikmennirnir það líka þó þeir þurfi að umbera mig í eina viku í viðbót,“ sagði Lars Lagerbäck léttur.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi.

Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?

Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×