Fótbolti

Lára Kristín: Má ekki gera of miklar kröfur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lára Kristín Pedersen, einn nýliðanna í kvennalandsliðinu í fótbolta, spilaði sinn fyrsta leik gegn Sviss á miðvikudaginn.

„Mér leið mjög vel. Maður hefur stefnt að þessu í smá tíma þannig tilfinningin var góð,“ segir Lára Kristín í viðtali við KSÍ á Algarve.

Lára spilaði sem vinstri bakvörður í leiknum en það er ekki hennar náttúrlega staða.

„Það gekk ágætlega. Maður hefði viljað geta gert betur en maður má ekki vera með of miklar kröfur á sjálfa sig,“ sagði hún.

„Við einbeittum á að þær kæmumst ekki aftur fyrir okkur. Svo var ég með Stjörnustelpurnar við hliðina á mér og fyrir framan.“

Aðspurð hvernig það er að vera komin í landsliðshópinn segir hún: „Það er bara mjög gaman. Maður hefur stefnt að þessu lengi.“

Ísland mætir Noregi í öðrum leiknum á Algarve-mótinu klukkan 18.00

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×