Viðskipti innlent

Lánshæfishorfur ríkissjóðs orðnar jákvæðar

ingvar haraldsson skrifar
Matsfyrirtækið Standard & Poor's breyti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar.
Matsfyrirtækið Standard & Poor's breyti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar. vísir/gva
Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar. En nýtt lánshæfismat Standard & Poor‘s fyrir ríkissjóð var birt í dag.

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt og er BBB- fyrir langtímaskuldbindingar og A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar.

Standard & Poor‘s búast við að hagvöxtur verði um þrjú prósent milli 2014-2017 sem fyrst og fremst verði drifinn áfram af einkaneyslu.

Einnig er gert ráð fyrir að skuldir hins opinbera lækki úr 71 prósent af landsframleiðslu á þessu ári í 61 prósent árið 2017.

Standard & Poor‘s segja ríflega þriðjungslíkur á því að lánshæfiseinkunn Íslands verði hækkuð haldi hagvöxtur og skuldalækkun hins opinbera áfram.

Fyrr í vikunni gaf matsfyrirtækið Moody's ríkissjóði áfram lánshæfiseinkunnina Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar ásamt því að segja efnahagshorfur á Íslandi stöðugar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×