Viðskipti innlent

Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands staðfest

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/ANton
Matsfyrirtækið Moody‘s Investors Servis hefur breytt horfum fyrir lánshæfieinnkunnir Ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum. Þá staðfesti fyrirtækið einnig lánshæfiseinkunnina A3 fyrir langtímaskuldbindingar. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Í tilkynningunni segir að lykilforsendur fyrir breytingunni séu tvær.

Sú fyrsta sé aukinn þróttur hagkerfisins í ljósi bættrar erlendrar stöðu þjóðarbúsins, stöðugri hagvaxtar og vaxandi styrkleika bankakerfisins. Hin er að horfur eru á því að skuldastaða ríkisins verði betri en væntingar stóðu til..

Þá segir í tilkynningu Seðlabankans að jákvæðar horfur endurspegli þann árangur sem náðst hafi á síðustu tveimur árum varðandi þær meginforsendur sem Moody‘s lagði til grundvallar þegar mat fyrirtækisins var hækkað í A3 í september 2016. Þar sé með talin „hnökralaus losun fjármagnshafta og lausn aflandskrónuvandans“.

Það endurspegli staðfestingin á einkunninni A3 jafnvægi á milli jákvæðra þátta og áskorana sem felist meðal annars í smæð og tiltölulegri einhæfni hagkerfisins, óvissu í ferðaþjónustu og getu til að takast á við hægari en sjálfbærari vöxt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×