Langţráđur sigur hjá Udinese | Öll úrslit dagsins

 
Fótbolti
16:45 28. FEBRÚAR 2016
Thereau tryggir stigin ţrjú fyrir Udinese.
Thereau tryggir stigin ţrjú fyrir Udinese. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Udinese nældi í þrjú stig með 2-0 sigri á Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en Emil Hallfreðsson gat ekki tekið þátt í leiknum gegn sínu fyrrum félagi vegna leikbanns.

Udinese hefur átt í erfiðleikum undanfarna mánuði en liðið var ekki búið að vinna leik í tæplega tvo mánuði fyrir leik dagsins.

Miðjumaðurinn Badu kom Udinese yfir um miðbik fyrri hálfleiks og Cyril Thereau bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem tryggði stigin þrjú.

Með sigrinum skaust Udinese upp í 14. sætið, upp fyrir Genoa en ekkert virðist geta komið í veg fyrir fall Verona sem er 9 stigum frá öruggu sæti í deild þeirra bestu.

Sampdoria náði sömuleiðis að spyrna sér aðeins frá fallbaráttunni með 2-0 sigri á Frosinone á heimavelli en Frosinone sem er í 18. sæti er fjórum stigum frá öruggu sæti.

Úrslit dagsins:
Palermo 0-0 Bologna
Carpi 1-1 Atalanta
Chievo 1-0 Genoa
Sampdoria 2-0 Frosinone
Udinese 2-0 Verona


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Langţráđur sigur hjá Udinese | Öll úrslit dagsins
Fara efst