Enski boltinn

Langþráður sigur Arsenal | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mesut Özil fagnar marki sínu.
Mesut Özil fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Tvö mörk með um 90 sekúndna millibili um miðbik fyrri hálfleiks tryggðu Arsenal 0-2 sigur á Bournemouth í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Sigurinn var kærkominn fyrir Arsene Wenger og hans menn en fyrir leikinn í dag var Arsenal búið að leika fjóra leiki í röð án þess að vinna.

Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City í 3. sæti deildarinnar en Skytturnar eru nú fimm stigum á eftir toppliði Leicester City.

Mesut Özil kom Arsenal yfir á 23. mínútu með góðu skoti eftir að Oliver Giroud skallaði boltann á hann.

Aðeins um 90 sekúndum síðar tvöfaldaði Alex Oxlade-Chamberlain forskot gestanna með skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Aaron Ramsey. Þetta var fyrsta mark Oxlade-Chamberlain fyrir Arsenal í deildinni í vetur.

Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar tilraunir Bournemouth-manna. Vörn Arsenal stóð vaktina vel í dag og Petr Cech var öruggur í markinu.

Bournemouth er í 15. sæti deildarinnar með 28 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Bournemouth 0-1 Arsenal Bournemouth 0-2 Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×