Erlent

Langir dagar valda streitu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flest leikskólabörn í Noregi eru lengur en 40 klukkustundir á viku í leikskólanum.
Flest leikskólabörn í Noregi eru lengur en 40 klukkustundir á viku í leikskólanum. vísir/vilhelm
Yngstu leikskólabörnin, sem dvelja lengst í leikskólanum á daginn, eru stressaðri en þau sem dvelja þar skemur. Þetta eru niðurstöður rannsóknar norskra háskóla og heilbrigðisstofnana.

Safnað var munnvatni 112 barna á aldrinum eins og tveggja ára tvisvar á dag í 85 leikskólum í sex sveitarfélögum til að mæla magn streituhormónsins kortísóls.

Norska ríkisútvarpið hefur það eftir prófessornum May Britt Dugli að mælt hafi verið klukkan 15 bæði hjá þeim sem dvelja lengi á leikskólanum og hinum sem dvelja skemur. Svo virðist sem líkami þeirra sem dvelja lengi í leikskólanum sé þá þegar farinn að búa sig undir langa dvöl.

Streitan var minni þá daga sem börnin voru heima.

Samkvæmt norsku hagstofunni eru flest leikskólabörn í Noregi lengur en 40 klukkustundir á viku í leikskólanum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×