Lífið

Langar að verða bekkjartrúður

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ari Ævar, í gráu peysunni með munsturbekknum, hátíðlegur í skátavígslunni.
Ari Ævar, í gráu peysunni með munsturbekknum, hátíðlegur í skátavígslunni. Vísir/Eyþór

 Ari Ævar Eyþórsson, átta ára, kveðst hafa verið mjög stoltur þegar hann vígðist sem skáti nýlega. Hann gerir alltaf eitthvað skemmtilegt á skátafundum og lærir líka margt.

Í hvaða skóla ertu Ari Ævar og hver er uppáhaldsnámsgreinin þín? Ég er í Árbæjarskóla. Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði.

Hvað gerir þú helst í frístundum? Ég leik mér með dótið mitt, æfi frjálsar íþróttir, læri á píanó og er í skátunum.

Hvenær vígðist þú skáti og hvernig var það? Ég vígðist fyrir nokkrum vikum, það var skemmtilegt og ég var mjög stoltur.

Í hvaða skátafélagi ertu? Í Árbúum. 

Hvað varð til þess að þú fórst í skátana? Ég hélt að skátarnir væru skemmtilegir og þeir voru það.

Hvað er skemmtilegast við að vera í skátunum? Við grillum oft og alltaf þegar við komum á fundi gerum við eitthvað skemmtilegt, spilum, leikum okkur og lærum margt eins og til dæmis að hnýta hnúta.

Hefur þú einhvern tíma farið í útilegu? Ekki með skátunum enn þá en með mömmu og pabba. 

Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert eða lent í um ævina? Að vera í þessu viðtali og svara spurningunum!

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar til að verða bekkjartrúður og svo langar mig líka að verða ljósmyndari. Og að verða píanósnillingur.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×