Erlent

Landtökumenn í Oregon sýknaðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Umsátrið stóð yfir í sex vikur.
Umsátrið stóð yfir í sex vikur. vísir/getty
Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum, sem hertóku opinberar skrifstofur friðarsvæðis í ríkinu í byrjun árs, voru í gær sýknaðir eftir fimm vikna réttarhöld. Sýknudómurinn hefur vakið mikla hneykslan og urðu mikil læti í dómsal eftir að dómur var kveðinn upp.

Lætin voru ekki síður í lögmanni eins forsprakkans, Ammon Bundy, sem æpti á dómarann og krafðist þess að skjólstæðingur hans yrði látinn laus strax. Æsingurinn svo mikill að öryggisverðir þurfti að snúa lögmanninn niður og beittu meðal annars á hann rafbyssu.

Landtakan hófst með friðsamlegum mótmælum í byrjun janúar en mótmælendur sökuðu yfirvöld um ólögleg afskipti af friðarsvæðinu og fóru fram á að stjórnvöld afsali sér svæðinu.  Alls tóku 26 þátt í mótmælunum sem stóðu yfir í um sex vikur. Einn lést í átökum við lögreglu.

Forsprakkarnir sjö voru ákærðir fyrir að hafa reynt að hindra opinbera starfsmenn frá því að gegna störfum sínum, en dómnum tókst ekki að sanna það með óyggjandi hætti, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. Ákæruvaldið hefur lýst yfir mikilli furðu yfir niðurstöðu dómsins og haft er eftir alríkislögreglunni að niðurstaðan sé „gríðarleg vonbrigði“.

Mennirnir sjö sem um ræðir eru bræðurnir Ammon og Ryan Bundy, Jeff Banta, Neil Wampler, Kenneth Madenbach, David Fry og Shawna Cox.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×