Viðskipti innlent

Landsvirkjun til Símans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Símans og Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar.
Orri Hauksson, forstjóri Símans og Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. mynd/aðsend
Landsvirkjun hefur gert þjónustusamning við Símann sem kveður á um að Síminn veitir Landsvirkjun alhliða fjarskiptaþjónustu.

Samningurinn er til fjögurra ára og tekur til talsíma- og farsímaþjónustu auk gagnanets og internetsþjónustu.

Landsvirkjun vinnur um þrjá fjórðu allrar raforku á Íslandi úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekur 14 vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 starfsmenn.

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir að með nýjum samningi verði á einfaldan og hagkvæman hátt hægt að innleiða allar helstu nýjungar í nútíma samskipta- og fjarskiptatækni.

„Áreiðanleg og örugg fjarskipti eru Landsvirkjun afar mikilvæg. Síminn hefur áralanga reynslu af þjónustu við kröfuharða notendur og við horfum því með tilhlökkun til komandi samstarfs,“ segir Hörður.

Orri Hauksson, forstjóri Símans segir það afar ánægjulegt að fá Landsvirkjun aftur í viðskipti við Símann.

„Landsvirkjun er eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins og gerir miklar kröfur þegar kemur að fjarskiptum, meðal annars til öryggis, þjónustu og verkferla. Við hjá Símanum erum stolt af þessu samstarfi og væntum þess að það verði árangursríkt og farsælt,“ segir Orri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×