Viðskipti innlent

Landsvirkjun hættir við boðaðar takmarkanir á orkuafhendingu

Atli Ísleifsson skrifar
Hálslón.
Hálslón. Vísir/Pjetur
Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskiptavina. Þetta er gert í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í miðlunarlón í september.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að staða í miðlunum fyrirtækisins í lok ágúst hafi verið slæm, sérstaklega í Hálslóni og í ljósi stöðunnar var tilkynnt til viðskiptavina með mánaðar fyrirvara að líklegast þyrfti að nýta ákvæði í samningum og draga úr raforkuframboði í vetur.

„Septembermánuður var mjög hlýr á öllu landinu en landsmeðalhiti var yfir meðallagi síðustu 10 ára. Hlýindi fyrri hluta mánaðarins höfðu mikil áhrif á innrennsli til miðlana og tók jökulleysing vel við sér.

Þann 13. september mældist t.d. hæsta dagsmeðaltal innrennslis til Hálslóns í 580 m3/s, en það er mesta innrennsli sem mælst hefur í september frá því miðlunin var tekin í notkun,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Takmörkun á orkuafhendingu frestað

Hlýindakafli og rigningar hafa stórbætt vatnsbúskap í miðlunarlónum Landsvirkjunar og það aðeins á hálfum mánuði. Ekki kemur til skerðinga í afhendingu raforku 1. október eins og allt útlit var fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×