Innlent

Landspítalinn verður að fá undanþágur til að halda uppi þjónustu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Landspítalinn mun ekki geta haldið uppi nauðsynlegri þjónustu nema fá undanþágur frá verkfalli hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Spítalinn lokar um hundrað bráðalegurýmum og verða ættingar beðnir að taka við sjúklingum. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög alvarlega.

Verkfallið nær til rúmlega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu og mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana sem nú þegar eru undir miklu álagi vegna verkfallsaðgerða félaga í BHM.

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá LSH, segir að spítalinn þurfi á undanþágum að halda frá verkfalli hjúkrunarfræðinga til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu á spítalanum. 

„Við erum að byrja áttundu vikuna í verkfalli BHM félaga. Þannig að við erum búin að taka nánast allt niður sem hægt er í starfsemi spítalans. Við munum taka það sem eftir er í valkvæðri starfsemi. En síðan höfum við verið að vinna í því að loka um hundrað bráðalegurýmum. Það bæði tengist þessari valkvæðu starfsemi en einnig erum við að vinna að því að útskrifa sjúklinga sem geta verið heima með aðstoð sinna ættingja. En síðan er það alveg ljóst að við komum til með að reiða okkur á undanþágur til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu á spítalanum,“ segir Sigríður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×