FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR NÝJAST 10:45

Lokađ fyrir umferđ í Kópavogi vegna veđurs

FRÉTTIR

Landspítalinn ćtlađi ađ flytja konu nćr heimabyggđ: Fluttu hana fjćr heimilinu í stađinn

 
Innlent
07:00 13. FEBRÚAR 2016
Landspítalinn ćtlađi ađ flytja konu nćr heimabyggđ: Fluttu hana fjćr heimilinu í stađinn

Kona á níræðisaldri var flutt með sjúkraflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar án vitneskju aðstandenda síðastliðinn þriðjudag. Konan er búsett á Patreksfirði og hafði legið á bæklunardeild Borgarspítalans. Markmiðið með flutningnum var sá að leyfa konunni að liggja inni á sjúkrahúsi í heimabyggð.

Á vetrum eru hins vegar 444 kílómetrar frá Patreksfirði til Ísafjarðar þar sem stysta leið milli Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar lokast iðulega á vetrum og opnast ekki fyrr en vetri hallar. Að sama skapi eru 392 kílómetrar milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Þetta gerir það að verkum að konan, sem fædd er árið 1930, er flutt fimmtíu kílómetrum fjær heimabyggð en ef hún hefði fengið að liggja í Reykjavík.

Ásrún Atladóttir, dóttir konunnar sem um ræðir, er að vonum ósátt við þetta ráðslag. „Ég fór inn á Borgarspítala til að heimsækja móður mína og þá fannst hún ekki. Eftir mikla leit var mér tjáð að hún hefði verið flutt vestur á Ísafjörð án þess að við værum látin vita. Hún á ekki aðstandendur á Ísafirði og mér var í sannleika sagt afar brugðið við að hún hefði verið flutt þangað. Sérstaklega þar sem ég veit að henni er alls ekki vel við að fljúga. Ég hefði þá viljað fara með henni og sjá til þess að henni liði bærilega,“ segir Ásrún, sem ætlar með málið lengra.

„Ég ætla að láta skoða það rækilega hvernig á þessu stendur. Það er henni alls ekki fyrir bestu að liggja á Ísafirði.“

Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra sjúklinga. Hún sagði hins vegar að málið yrði tekið til skoðunar innan sjúkrahússins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Landspítalinn ćtlađi ađ flytja konu nćr heimabyggđ: Fluttu hana fjćr heimilinu í stađinn
Fara efst