Landsnet framkvŠmir fyrir 35 milljar­a ß nŠstu ßrum

 
Innlent
14:17 03. MARS 2016

Landsnet fyrirhugar fjárfestingar í dreifikerfi raforku upp á 35 milljarða króna á næstu þremur árum. Forstjóri Landsnets segir að það muni taka tíu ár að bæta úr öllum helstu veikleikum í dreifikerfinu.

Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar stofnaði til sérstakrar umræðu um raforkuöflun og dreifikerfi raforku á Alþingi í fyrradag og sagði stór Landssvæði vera útundan í dreifikerfinu. Það leiddi til þess aðþessir landshlutar stæðu ekki jafnfætis suðvesturlandi og norðausturlandi varðandi atvinnuuppbyggingu.

Landsnet ætlar að framkvæma fyrir hátt í 35 milljarða króna næstu þremur árum, sem fyrirtækið segir ver aumtalsverða aukningu í samanburði við framkvæmdir félagsins á síðustu árum. Áþessu ári á að framkvæma fyrir 11 milljarða, tæpa 14 milljarðar á næsta ári og tæpa10 milljarðar árið 2018.

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets segir að fara þurfi aftur til ársins 2007 til að finna jafn miklar framkvæmdir hjá fyrirtækinu. Mest verður framkvæmt á Norðausturlandi og á Suðvesturlandi, þar sem staðan er þó best. Guðmundur Ingi segir Landsnet vera að styrkja grunnkerfið.

„Síðan eru það verkefnadrifnar framkvæmdir. Við erum með verkefnadrifnar framkvæmdir á Reykjanesinu í tengslum við uppbygginguna í Helguvík og við erum með verkefnadrifnar framkvæmdir fyrir norðan í tengslum við uppbygginguna á Bakka og tengingu Þeistareykjavirkjunar. Síðan erum við farnir að huga að miðlæga kerfinu sem er kannski stærsti flöskuhálsinn hvað varðar landsbyggðina, þ.e.a.s. byggðalínukerfið. Þaðþarf að styrkja það,“ segir Guðmundur Ingi.

Þá séu uppi áætlanir um að byggja þrjár línur til að styrkja byggðarlínuna.

„Og það er þá lína frá Blönduvirkjun inn til Akureyrar; Blöndulína þrjú og svo frá Akureyri í Kröflu og Kröflu í Fljótsdalsstöð. Það er svona brú sem við erum að byggja þarna fyrir norðan,“ segir Guðmundur Ingi.

Að auki sé unnið að mörgum smærri verkefnum til að tengja smærri svæði og bæta öryggi á þeim.

Þannig að er hægt að segja að það sé virkilega verið að vinna við að bæta þá veikleika sem eru í kerfinu?

„Já, það er verið að vinna að því. En það má búast við að það muni taka alla vega tíu ár að ráða bót á því sem liggur fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / Landsnet framkvŠmir fyrir 35 milljar­a ß nŠstu ßrum
Fara efst