Innlent

Landsmót skáta í undirbúningi

Reisa kofa Skátarnir Atli Þór Hilmarsson og Birta Dís Hilmarsdóttir reisa kofa á leikjanámskeiði skátafélagsins Vífils í Garðabæ.
Reisa kofa Skátarnir Atli Þór Hilmarsson og Birta Dís Hilmarsdóttir reisa kofa á leikjanámskeiði skátafélagsins Vífils í Garðabæ. vísir/pjetur
Undirbúningur fyrir landsmót skáta á Akureyri er nú í fullum gangi. Landsmótið hefst um næstu helgi og mun standa í viku. Þar munu koma saman fjögur þúsund manns frá fjölmörgum löndum.

Frá skátafélaginu Vífli í Garðabæ fara um sextíu börn. Eva Mjöll Sigurbjörnsdóttir, skáti hjá Vífli, segir að mörgu að huga. „Krakkarnir hafa verið í fjáröflunum frá því í vetur. Svo þarf allur búnaður að vera í lagi því landsmótsgestir munu búa í tjaldi alla vikuna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×