Lífið

Landsmenn á faraldsfæti: Hvar verður þú?

Birgir Olgeirsson skrifar
Írskir dagar eru haldnir á Akranesi yfir helgina.
Írskir dagar eru haldnir á Akranesi yfir helgina. Vísir.
Ef þig þyrstir í góða skemmtun um komandi helgi eru fjöldi bæjarhátíða og viðburða víðsvegar um land.

Í Vestmannaeyjum fagna Eyjamenn goslokum um helgina og má lesa nánar um dagskrá hátíðarinnar hér.

Ólsarar eru með bæjarhátíðina Ólafsvíkurvöku yfir helgina og má glöggva sig á dagskránni hér.

Á Siglufirði er í gangi Þjóðlagahátíð sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag. Sjá dagskrá hér.



Hlýtt verður á Austfjörðum og suðvesturhorninu á morgun.Kort af Veðurstofu Íslands


Á Vopnafirði eru Vopnafjarðardagar sem er árleg bæjarhátíð og má skoða dagskrá hér.

Á Akranesi fagna Skagamenn Írskum dögum þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem má sjá hér.

Þá hefjast Dýrafjarðardagar í dag og hægt að skoða dagskrá þeirra hér.

Markaðshelgi verður í Bolungarvík og má skoða dagskrána fyrir þá helgi hér.

Í Reykjanesbæ stendur yfir tónlistarhátíðin ATP sem hófst í gær. Dagskrána má sjá hér.

Á Akureyri stendur yfir hið árlega N1-mót KA í 5. flokki drengja í knattspynu og má fræðast nánar um það hér.

Á Hellu er flughátíðin Allt sem getur flogið yfir helgina. Dagskrá hér.



Veðurspáin fyrir sunnudaginn klukkan 15.Kort af vef Veðurstofu Íslands.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×