Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rut í stólnum hjá Heimi.
Rut í stólnum hjá Heimi. Mynd/twittersíða rutar
Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir var svo óheppin að missa tönn í leik í Vestmannaeyjum.

Hið versta mál enda Rut sárþjáð og eitthvað þurfti að gera út af tönninni. Eyjamenn eru heppnir að eiga góðan tannlækni í Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karla, sem var einmitt staddur á vellinum.

Heimir var fljótur að stökkva til, fara inn á völlinn og kíkja á leikmanninn. Hún fór svo með honum af vellinum og upp á tannlæknastofu hans.

Þar settist Rut í stólinn hjá Heimi í Fylkisbúningnum og landsliðsþjálfarinn var ekki lengi að kippa þessu í liðinn.

Heimir kíkir á Rut inn á vellinum.mynd/óskar pétur
Rut gengur blóðug af velli með Heimi sér við hlið.mynd/óskar pétur
Heimir leggur af stað á undan til þess að gera bílinn kláran fyrir sjúklinginn.mynd/óskar pétur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×