Íslenski boltinn

Landsliðskona frá Mexíkó í framlínu Valsliðsins í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anisa Raquel Guajardo kemur til liðsins 3. mars.
Anisa Raquel Guajardo kemur til liðsins 3. mars.
Valur hefur samið við Anisa Raquel Guajardo, 26 ára gamlan sóknarmann frá Mexíkó og mun hún leika fyrir Val í Pepsi - deild kvenna á á komandi tímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vals.   Þar segir að Anisa sé fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður sem hafi spilað 13 leiki fyrir landslið Mexíkó og skorað í þeim 4 mörk.

Á síðasta ári spilaði Anisa fyrir lið Melbourne City í Ástralíu þar sem hún varð Ástralskur meistari með liðinu. Úlfur Blandon þjálfari Vals er ánægður með komu nýja leikmannsins.

„Þetta er fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað í öllum fremstu stöðum vallarins. Hún er flinkur leikmaður með mikinn hraða, sterk maður á mann og með gott auga fyrir spili. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að hún komi til með að styrkja frábæran hóp Vals næsta sumar,“ segir Úlfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×