Innlent

Landsbjörg biður fólk um að halda kyrru fyrir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur ferðafólk til að fylgjast vel með veðurspá og halda kyrru fyrir frekar en að leggja af stað þar sem spáð er slæmu veðri. Á það sérstaklega við um Austur- og Norðausturland í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg, en búist er við stórhríð á fjallvegum á Austurlandi upp úr hádegi og síðar á Norðausturlandi, allt að Eyjafirði. Allt að 23 metrum á sekúndu er spáð um landið austanvert og sunnan undir Vatnajökli, frá Lómagnúpi og austur á Berufjörð, verða hviður 35-45 metrar á sekúndu frá hádegi og fram á kvöld.

Landsbjörg minnir á að vegaþjónusta Vegagerðarinnar verður skert yfir hátíðirnar og því nauðsynlegt að leita sér upplýsinga um færð og veður sem hægt er að nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×