Viðskipti innlent

Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins

ingvar haraldsson skrifar
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbankans.
Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014 til þess að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.

Á mánudaginn lýsti Bankasýsla ríkisins að allar skýringar bankaráðs Landsbankans á því hvers vegna 31,2 prósenta eignarhlutur Landsbankans í Borgun hefði í nóvember árið 2014 ekki verið seldur í opnu útboði hefði verið ófullnægjandi. Bankaráðinu voru gefnar tvær vikur til að  bregðast við.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans sagði við RÚV í febrúar að bankinn myndi leita réttar sín ef kæmi í ljós að upplýsingum hafi verið haldið frá Landsbankanum í söluferlinu á hlut bankans í Borgun.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS, félags stjórnenda Borgunar, á 433 milljónir króna.

Landsbankinn hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hafa verið upplýstan um að Borgun ætti rétt á greiðslum myndi Visa Inc. nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe.

Visa Inc. nýtti sér valréttinni í nóvember á síðasta ári og fær Borgun 6,5 milljarða greidda vegna þeirra viðskipta. Þá seldi hópur stjórnenda Borgunar þriðjung þess hlutar sem þeir keyptu af Landsbankanum í Borgun á 57 prósent hærra verði en bankinn seldi þeim.

Söluverðið miðaðist við að heildar­virði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna.

Þá var Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna í verðmati sem fór fram fyrir áramót.

Hvorki Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans né Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, vildu tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað.


Tengdar fréttir

Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum

"Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×