Viðskipti innlent

Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbanki Íslands hefur skilað ríkinu góðum arði.
Landsbanki Íslands hefur skilað ríkinu góðum arði.
Stjórn Landsbankans hf. mun leggja það til við aðalfund bankans að 24 milljarðar verði greiddir í arð á þessu ári. Samanlagðar arðgreiðslur vegna síðustu þriggja rekstrarára munu því nema um 53,5 milljörðum króna.

Um 98 prósent af þeirri upphæð fær íslenska ríkið. Þetta er rétt tæplega 45 prósent af framlagi ríkisins til bankans þegar hann var stofnaður haustið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins voru bankanum lagðir til 120 milljarðar króna á þeim tíma.

Í skýrslu sem Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði um erindi Víglundar Þorsteinssonar vegna stýrinefndar stjórnvalda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009 segir hann að líklegt sé að ríkissjóður geti fengið allt það fé til baka sem hann lagði til við stofnun bankanna þriggja í formi hlutafjárframlaga og víkjandi lána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×