Innlent

Landlæknisembættið opnar gagnagrunn

Linda Blöndal skrifar
vísir/getty
Í dag var opnaður miðlægur grunnur um líffæragjafir.

Grunnurinn er á sérstöku vefsvæði sem Embætti landlæknis setti á fót og hvetur embættið fólk til að taka afstöðu og lýsa vilja sínum í þessum efnum.

Fram til þessa hefur fólk sem vill gefa líffæri þurft að fylla út sérstakt líffæragjafakort og ganga með það á sér.

Að öðru leyti hafa upplýsingar um líffæragjafa hvergi verið skráðar og engar tölulegar upplýsingar eru til hér á landi um fjölda þeirra.

Vefsvæðið má nálgast gegnum hnapp á vef Embættis landlæknis, Í lögum um brottnám líffæra þarf viðkomandi að vera orðinn 18 ára, til að gefa úr sér líffæri eða lífræn efni úr eigin líkama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×