Landlćknir telur fjölmiđla reka áróđur fyrir áfengisfrumvarpinu

 
Innlent
11:22 10. MARS 2016
Innan Landlćknisembćttisins er litiđ svo á ađ fjölmiđlar séu međ Vilhjálmi Árnasyni í liđi ţegar áfengisfrumvarpiđ er annars vegar.
Innan Landlćknisembćttisins er litiđ svo á ađ fjölmiđlar séu međ Vilhjálmi Árnasyni í liđi ţegar áfengisfrumvarpiđ er annars vegar.
skrifar

Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis, fullyrðir að einhliða áherslur og persónulegar skoðanir einkenni umræðuna um áfengisfrumvarpið. Og: Fylgjendur þess hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum en „andstæðingarnir“.

Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um ábyrgð fjölmiðla og er greint frá þessu í frétt sem Sigrún Stefánsdóttir skrifar um fundinn undir fyrirsögninni „það er ekki bara einn sökudólgur“. Fundurinn var á vegum málstofu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar.

Samkvæmt fréttinni viðist eitthvað verulega mikið bogið við fréttaflutninginn, og þá augljóslega af þessu máli því niðurstaða fundarins var sú að allir, „bæði yfirvöld, sérfræðingar í lýðheilsumálum og fjölmiðlar þyrftu að taka sig á og að slagsíða hafi myndast í umræðunni um sölu áfengis í matvöruverslunum.“

Svo vitnað sé beint í frétt Sigrúnar þá fullyrti Rafn að „almenningur í landinu hafi í raun enga hugmynd um afleiðingar þess að opna fyrir sölu á áfengi í matvöruverslunum, en um gríðarlega breytingu sé að ræða.  Verði frumvarpið að lögum geta matvöruverslanir haft vín og bjór hvar sem er í versluninni og það eina sem verði afgirt og undir eftirlitsmyndavélum séu sterkir drykkir.  Hann kvartaði yfir því að tala fyrir daufum eyrum þar sem fjölmiðlar væru annars vegar.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Landlćknir telur fjölmiđla reka áróđur fyrir áfengisfrumvarpinu
Fara efst