Fótbolti

Landkönnuðurinn Eiður Smári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er að reima á sig skóna fyrir næsta ævintýri.
Eiður Smári Guðjohnsen er að reima á sig skóna fyrir næsta ævintýri. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen er á leið til kínverska úrvalsdeildarfélagsins Shijiazhuang Ever Bright og mun spila með liðinu út þetta tímabil. Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi er þar með að fara að spila í áttunda landinu á litríkum ferli

Eiður Smári Guðjohnsen er einn af mörgum frægum fótboltamönnum sem hafa ákveðið að taka þátt í kínversku „byltingunni“ en kínversku knattspyrnufélögin eru að bjóða mönnum mjög flotta samninga.

Eiður var því tilbúinn í að yfirgefa Bolton í annað skiptið á ferlinum. Eiður Smári er nú að skipta um félag í fjórtánda sinn á 22 ára ferli.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir það í hvaða löndum Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað á ferli sínum en hann um leið og hann gengur inn á völlinn í Kína hefur hann spilað í efstu deild í átta löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×