Innlent

Landinn flýr til heitari landa

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Í ljósi veðurfarsins síðustu misseri þarf líklega engan að undra að Íslendingar hópist á sólarstrendur.
Í ljósi veðurfarsins síðustu misseri þarf líklega engan að undra að Íslendingar hópist á sólarstrendur. Fréttablaðið/Pjetur
Ferðaskrifstofur auka framboð á áningarstöðum í sólarlöndum og þá hefur ferðatímabilið lengst.

Forsvarsmenn ferðaskrifstofa sem rætt var við eru sammála um að kuldatíðin hafi leitt til allt að tíu prósenta aukningar.

„Það er talsverð aukning í sölu á milli ára,“ segir framkvæmdastjóri Plúsferða, Skarphéðinn Berg Steinarsson. „Það er aukning á framboði á markaðnum ár eftir ár og ætli það megi ekki rekja til kuldatíðarinnar. Flestir eru með fleiri áfangastaði og bjóða ferðir á lengra tímabili.“

Sjá einnig: Spáð snjókomu og frosti á sumardaginn fyrsta

Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Sumarferðum, tekur undir með Skarphéðni og segist svo sannarlega finna mun.

„Markaðurinn er að vaxa um svona sex prósent og ég myndi segja að tímabilið sé alltaf að lengjast. Íslendingar eru í auknum mæli að fara út um miðjan vetur, í vetrarfríum með börnin,“ segir hún.

Steinþóra Sigurðardóttir, sölustjóri hjá Vita, segist taka eftir mikilli eftirspurn hjá yngra fólki og barnafjölskyldum sem hafi ekki mikið á milli handanna.

„Við höfum ákveðið að koma til móts við þennan hóp og bjóða vaxtalaus lán til árs. Það er okkar framlag í kjaramálin þessa dagana eftir þennan kalda vetur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×